Myndi mæla með:
Intel Core 2 Duo örgjörva, líklega E8400 eða E8500 ef þú tímir tvöþúsundkalli í viðbót. Þarft ekki Quad í leikjatölvu. Mæli með að taka einhverja góða örgjörvakælingu líka, basic intel kælingin er drasl.
ATI HD4870 eða 4850 skjákorti, mögulega tveim í Crossfire.
E-ð gott intel crossfire móðurborð, þó þú takir ekki tvö skjákort þá viltu hafa möguleikann á því seinna. X38 eða X48 chipset myndi ég halda.
Samsung SpinPoint F1 (ekki T166) hörðum disk/um (er sjálfur með tvo 500GB raid0-aða saman). Ef þú tekur einn stóran þá gæti borgað sig að taka lítinn raptor með fyrir stýrikerfið, þarft þess ekki ef þú raidar (raidaðir 7200rpm eru svipað hraðir og einn 10krpm).
Kingston eða Corsair 800MHz 2x2GB DDR2 minni. Munar nánast engu á hraðanum á 1066MHz og 800MHz svo þú tekur bara 800. Ekki spara hér samt og kaupa frá einhverjum ódýrum framleiðanda, lélegt minni er ávísun á órekjanleg kröss.
Hljóðlátum kassa með góðu loftflæði og nægri kælingu + aflgjafa sem dugar fyrir allt saman. Coolermaster eða Antec.
Skoðaðu svo bara vaktina upp á hvar er best að kaupa hvern part. Passaðu samt að þeir sem eru ódýrastir eru kannski með lélegt merki í þeim flokki, skoðaðu linkana. Getur líka gúglað eftir reviews á þessu öllu samana. Tom's Hardware eru með góð reviews btw, og Silent PC Review upp á hvað er hljóðlátt ef þú ert að spá í því.
Og.. TÖLVA, ekki “talva”. >:/
Peace through love, understanding and superior firepower.