Eins og staðan er í dag stend ég frammi fyrir því að þurfa að fara að kaupa mér nýja tölvu. Þar sem ég er búsettur í Danmörku þessa stundina og verð það næstu árin get ég ekki farið í þær búðir sem þið heima á klakanum farið venjulega í.
En allavega þá hef ég verið að skoða þetta soldið hvernig vél ég á að fá mér og hvað á að vera í henni.
Það sem virðist koma best út miðað við verð og búnað þá er niðurstaðan “DELL”. Ég er fá tölvu með eftirfarandi búnaði fyrir c.a 162.000 ísl

1.6 Ghz
512 Mb ram
16 mb skjákort (er að pæla að fá mér aðeins betra)
19" skjá
60 Gb h.disk
20/48 cd rom
skrifari (man ekki hraðatölurnar og nenni ekki að ná í þær)
Win XP

Það sem ég vildi vita er hvort það er einhver sem hefur reynslu af DELL eða einhver hefur eitthvað að commenta á DELL. Ég hef ekki heyrt neitt slæmt um þær en hvað hafi þið heyrt?

p.s er þetta mikill peningur fyrir þessa vél?
<br><br>Ekki bögga svínið
Gerðu hlutina almennilega eða vertu heima.