Ég var að setja saman græju um daginn og hún er byggð á SiS 735 chipsett móðurborði. Ég get ekki betur séð en það sé mjög gott, eina vandamálið var með onboard lan (nýr driver reddaði því fljótt)
Borðið sjálft er frá þýskum framleiðanda sem heir Elitegroup (hefur verið í low budget framleiðslu hingað til en www.tomshardware.com telur þessi nýju borð þeirra vera með því besta á markaðnum í dag). Borðið heitir K7S5A og mæli ég eindregið með því.. Það styður bæði Sdram og DDR, sjálfur keyri ég GíG af DDR.
Það er draumur í uppsetningu og bios býður upp á að velja boot drif í startuppi, en stillingar eru frekar fáar, á eftir að uppfæra hann. Með nýjum bios á að vera auðvelt að yfirklukka o.s.frv.
Ég hefði s.s. viljað fá mér borð með VIA KT266A kubbasetti, en það eru einhverjir böggar enn við það borð (eins og oft með VIA). Nvidia 420 er ekki að gera nógu góða hluti eins og er, en Nvida hefur yfirleitt náð yfirburðum í því sem þeir gera, treysti þeim til þess núna.
BTW getur einhver sagt mér hvaða forrit ég get notað í WinXP til að monitora viftuhraða og hita. Er búinn að prufa MSI supported forrit en það virkar ekki. Heitir eitthvað “III”.