ég er búinn að vera að undirbúa kaup á nýrri tölvu (leikjavél), eftir að hafa skoðað markaðinn aðeins ákvað ég að púsla henni saman sjálfur úr pörtum keyptum héðan og þaðan. Reikna með að fjárfesta í næstu viku eða um næstu helgi, en ákvað að gá hvað þið vélbúnaðarsérfræðingarnir segið um partana fyrst. Hér er það sem ég er búinn að ‘ákveða’ (opinn fyrir hugmyndum samt):
Móðurborð: Gigabyte S775 GA-X38-DS4
Minni: Kingston 2x2GB DDR2 800MHz
Örgjörvi: Intel Core 2 Duo E8500 (3,166GHz)
Skjákort: 2x ATI HD4850 512MB, Crossfire-uð
Harður diskur: 2x Samsung Spinpoint F1-3D SATA2 500GB, hardware stripe-RAIDaðir saman í einn hraðan 1TB disk
Geisladrif: Samsung SH-S203B/BEBN 20X Double Layer DVD+/-RW SATA
Einhverjar tillögur við breytingar á þessum pakka? Helst örgjörvinn sem ég er efins með, er ekki meira vit í að taka hraðari dual core frekar en Quad core með lægra clock speed, fyrir leikjavél? Mér skilst að mjög fáir leikir í dag noti fleiri en tvo cores, mun það kannski breytast fljótlega svo maður sjái eftir því að hafa ekki tekið Quad þegar maður gat það..?
Annað, ég þigg líka endilega tillögur að góðum turnkassa utan um þetta, og á eftir að velja spennugjafa líka. Ég er tilbúinn að borga sirka 20-25 þúsund fyrir þetta tvennt saman, og geri þau skilyrði að loftflæði og kæling sé gott, kassinn sé hljóðlátur og að það sé nægt afl eftir til að overclocka aðeins ef ég vil fara út í þann pakka (eins og er tekur þetta sirka 430W ef PSU reiknivélin á www.thermaltake.com er rétt).
Peace through love, understanding and superior firepower.