hmmm…. ég var að fá mér nýja tölvu og keypti mér MSI K7T-266 Pro2-Lite móðurborð (með KT266A kubbasettinu) og er bara hæstánægður með það. Það eru 3 viftur í kassanum, Speeze heatsink m/viftu, 80mm viftu í kassann og svo viftan í ps-inu.
ég setti þetta upp og setti líka upp monitor forrit sem fylgdi með móðurborðinu sem heitir pcalertIII… þetta forrit sá fyrst bara eina viftu… ég tékkaði hvort allar viftur væru ekki örugglega í gangi og þegar þær voru það þá sætti ég mig bara við þetta þar sem ég sé alveg hitastig á örgjörva og kassa… núna var ég að kveikja og þá allt í einu er komin inn fan2 (ekkert skilgreint nánar) en hún kemur og fer (snúningshraðinn dettur oft niður í 0) en ekkert að viftunni… mér dettur í hug að þetta sé líklegast eitthvað hardware bugg á borði eða í viftu en vildi bara vita hvort það væri einhver þarna sem hefði lent í álíka dæmi…..úff langur póstur
P.S. ég las grein fyrir nokkru síðan þar sem AMD notendur voru að tala um að hitinn á örgjörvanum væri í 50 gráðum almennt….
ég er með Athlonxp 1600+ (1,4ghz) og ég hef aldrei séð minn fara yfir 43 (já ég prófaði líka að stoppa í miðjum Max Payne og kíkja) hvað eruð þið sem eruð með AMD með háan hita???<br><br>Of all the things I´ve lost it´s my mind I miss the most…