Vandamálið er að þegar straumurinn fer af fjöltenginu,
sem tölvan er tengd í, þá á hún mjög erfitt með að starta sér.
Þegar ég kveiki á henni þá fara allar viftur í gang en síðan er eins og það slökkni á þeim eftir svona 5-10 sek og síðan gengur þetta svona þangað til ég neiðist til að halda takkanum inni í einhvern tíma til að hún slökkvi á sér.
Þetta byrjaði fyrir svona 2 mánuðum síðan en ég gerð ekkert í þessu því að ég hef ekki tekið tölvuna úr sambandi nema 2 sinnum síðan þetta byrjaði en það virkaði alltaf að halda takkanum inni til að slökkva og síðan kveiki ég aftur og þá fer allt í gang en í dag þá fer hún bara ekki gang, bara gengur eins og ég lýsti hér fyrir ofan.
Ég veit að kom einhver kall rétt áður en þetta gerðist og var að tengja uppþvottavél og sló út rafmagninu af öllu húsinu og var ekkert að spurjast um hvort að væri kveikt á einhverjum tölvum, heldur bara rauf rafmagnið eins og ekkert sé. Getur eitthvað hafa skemmst þegar þetta átti sér stað eða er eitthvað annað í gangi?
Er búinn að prófa að restarta biosnum en ekkert breytist.
Endilega koma með einhverja lausn um hvað geti verið í gangi.
Tölvu specin eru:
Gigabyte X36 móbó
Intel Q6600 örgjörfi með stock kælingu
2GB Corsair minni
XFi extreme gamer pro hljóðkort
Zalman 600W aflgjafa
2x500GB Western Digital og 1x500 Samsung HDD
BFG Tech Geforce 8800GT 512MB skjákort
Antec P182 turn
Bætt við 7. júlí 2008 - 07:59
Jæja, ég er búinn að prófa núna, eftir að ég sendi þetta inn, eftirfarandi:
Taka skjákortið úr samabandi
Taka hljóðkortið úr samabandi
Taka alla harðadiska úr samabandi
Taka báða minniskubbana úr og prófa setja annan í einu
Búinn að prófa smella nýrri power snúru og skipta um fjöltengi.
Og ekkert gerist.