Tölvan mín er búinn að vera óþekk undanfarið og hefur nokkrum sinnum tekið upp á því að slökkva á sér. En áður en það gerist þá fara allar viftur á fulla ferð og svo slekkur hún á sér. Ef ég reyni að kveikja á henni aftur þá fara vifturnar aftur á fulla ferð og tölvan nær ekki að klára startup áður en hún drepur á sér. Ég get svo ekkert notað tölvuna í nokkra daga á eftir, það er eins og hún þurfi að “hvíla sig”.
Ég er búinn að opna hana og það virðist allt vera í lagi þar en ég er enginn sérfræðingur í þessu og get vel yfirsést eitthvað. Það eru fjórar viftur í tölvunni, ein í aflgjafanum, ein á skjákortinu og tvær við móðurborðið.
Tölvukassinn minn er mjög lítill og ég er að fara kaupa stærri, gæti það verið eitthvað vesen, eða eru það vifturnar, aflgjafinn eða eitthvað allt annað?