Sælir og blessaðir Hugarar.
Af ólýsanlegum ástæðum hef ég tekið uppá því að selja elskuna mína þar sem ég er alveg dottinn úr leikjaheiminum og hef ekki lengur þann tíma til að varðveita mínum stundum með þeim leikjum sem ég gerði áður fyrr, svo það sem ég ætla að gera núna er að selja blessuðu elskuna mína :(
Eftirfarandi tölva er sett úr þessum hlutum…..
Skjákort:EVGA 8800GTX 768mb
Info: http://www.evga.com/Products/moreInfo.asp?pn=768-P2-N831-AR
Mynd:
Minni: Corsair XMS pöruð 2 stk. 1GB (=2GB) DDR2, 800MHz, 240pin PC2-6400 CL5, er stillt á 4-4-4-12
Mynd: http://images.tigerdirect.com/skuimages/large/Corsair-Twix-DDR2-XMS.jpg
Móðurborð: EVGA 680 SLI122-CK-NF68-AR Core 2 Quad/ nForce 680i SLI/ DDR2/ A&2GbE/ ATX
Info: http://www.evga.com/products/moreinfo.asp?pn=122-CK-NF68-A1&family=400
Mynd: http://www.pricescan.com/ItemImages/ImagesL/182840.jpg
Örgjövi: Q6600 Quad-Core 2.4GHz, G0 stepping, 1066MHz 8MB LGA775 CPU, fer leikandi í 3.0 ghz, hef toppað honum í 3.4-3.5 ghz. Þessi er já fjögurra kjarna, og eins og staðan er í dag eru fleiri og fleiri forrit farin að styðja þetta, svo Quadinn hefur jú alltaf eitthvað umfram yfir Duo örra.
Turnkassi: Antec P180 turnkassi, hljóðeinangraður, mergjaður turnkassi, spurðu hvern sem er.
Mynd: http://www.legitreviews.com/images/reviews/224/side.jpg
Örgjövakæling: OCZ Vindicator Rosa stór kæling sem að tryggir að hitastig örgjövans verður ekki til vandræða þrátt fyrir yfirklukkun eða ekki, stór 140mm vifta tryggir einnig loftflæðið ásamt 2x120mm sem koma með kassanum.
Mynd: http://www.virtual-hideout.net/reviews/OCZ_Vindicator/02.jpg
Aflgjafi: OCZ Odin GT 800W Mjög vandaður aflgjafi frá Gigabyte með 140mm viftu sem tryggir þess að viftan kemur ekki til að mynda neitt surg útaf stærðinni. Led ljós frá aflgjafann lýsa upp kassan svo þegar þú ert með hann opinn og tölvan keyrir er rosa flott að specca inní hann. Einnig er hann modular sem gerir þér kleyft einungis að tengja þau tengi sem þú þarft á að halda svo það hafi nú engin áhrif á loftflæðið í kassanum.
Mynd: http://www.overclock3d.net/gfx/articles/2007/06/15111012707l.jpeg http://images.bit-tech.net/content_images/2007/10/gigabyte_odin_gt_800w_psu/pouch-800.jpg
Harður diskur: 250GB Harður diskur sem ég læt fara frítt með :)
Tek öll verð ódýrust af www.vaktin.is til að sýna hversu dýr tölvan yrði beint úr búð. (þ.e.a.s þau verð sem hægt er að taka mark á)
Skjákortið er ódýrast 54.990 kr.- en afþví ég veit að 8800GTS 512mb kortið performar mjög svipað þá skal ég taka milliveginn 8800GTS kostar 28.600 kr.-
Þá segjum við bara 36.900.-
Minnin sem ég finn með CAS 4-4-4-12 kosta milli 9.000 kr.- til 12.000 kall, svo ég læt þau á 9.000 kr.-
Móðurborðið kostar sirka 31.000 kr.-, sýnist það ekki vera selt hér á landi í dag en það myndi líklega kosta í kringum þrjátíu þúsund kallinn. Læt það á 29.000 kr.-
Örgjövinn kostar ódýrast 20.860 kr.-
Antec Kassin kostar 22.900 kr.-
Kælingin kostar 6.990 kr.-
Aflgjafinn kostar 22.900 kr.-
Og eins og ég segi, harði diskurinn fer frítt með.
SAMTALS GERIR ÞETTA
36900 + 9000 + 29.000 + 20.860 + 22.900 + 6990 + 22.900
=148.550 kr.-
Og afþví að notaðir hlutir eru svo fljótt að droppa í verði þá slæ ég 25% af þessu.
111.413 kr.-
Ég læt tölvuna fara á 110 þúsund kall! og þeir sem eru tilbúnir að bjóða hærra, ykkur er guðvelkomið til að gera það, veriði nú soldið agressívir á þessu :)
Þið getið spurt hvaða sérfræðing sem er og hann myndi tvímælalaust mæla með þessari á þessu góða verði sem ég er að láta hana fara á.
Svona til að fá meira info hvað þessi vél getur gert þá er hún að scora 13284 stig í 3DMark06 sem er helvíti góður toppur.
Svo er hægt að gera enn betur með að bæta öðru 8800GTX korti við, eins og ég prófaði einn daginn og urðu þá stiginn 15977 þannig að uppfæra kvikindið seinna meir er ekki svo vitlaust.
Eins og þið sjáið þá eru einungis 2 gígabæt, en ég var nú að keyra XP svo það nýtir allt minnið mjög sjaldan. En að bæta við tveim stykkjum í viðbót er minnsta málið og kostar það eitthvað í kringum 7, 8 þúsund kall, nema þið viljið þá fá það með sama Casi og hin minnin 4-4-4-12
Þetta er hörkuvél fyrir þá sem nenna ekki að pæla í því hverju þeir eiga að púsla saman og vilja bara drífa sig í að kaupa eitt hörkukvikindi og byrja að spila!
Ef þið hafið áhuga þá sendið mail á
kjellthorir(hjá)gmail(punktur)com
Bætt við 4. júní 2008 - 20:48
Myndin sem vantaði af skjákortinu :)
http://www.bcchardware.com/gallery/albums/8800Showdown/GTX_Top.sized.jpg