Ég hef eina spurningu og hún hljómar svona: Er nauðsynlegt að ef maður ætlar að nýta sér SLI tækni til fulls að maður þurfi að vera með tvö eins skjákort í tölvunni eða er hægt að vera með tvö mismunandi?
Það er ekki hægt að nota t.d. 8800GTS og 8800GTX,eða 8600GT og 8800GT, þar sem það eru allt mismunandi kort.
Hins vegar er hægt að nota mismunandi útgáfur af sama kortinu, ss. Inno3D 8800GT OC og ASUS 8800GT, en það er mun líklegra til að vera með vesen, mæli ekki með því ef þú getur mögulega notað sömu útgáfur.
Já ég var einmitt að meina bara algjörlega öðruvísi skjákort. En takk fyrir info-ið. Ég er svona ennþá að reyna að finna út hvaða tölvu ég ætti að kaupa mér fyrir leikjaspilun. Ekki gætir þú bent mér á eina góða?
en ein pæling.. hverjir eru kostirnir við að hafa 2 skjákort.. er nefnilega að gæla við að fá mér SLI móðurborð en hverjir eru kostirnir?? hvað græðir maður með þessu auka skjákorti??
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..