Ég veit ekkert hvert ég átti að setja þetta svo ég reyni bara hér.
Þannig er mál með vexti að ég splæsti í þráðlausri tölvumús, logitech g7, fyrir um einu og hálfi ári síðan. Hún hefur verið helvíti góð allan þennan tíma nema fyrir 2 dögum byrjaði hún að frjósa í allt að eina mínútu í senn og þá alveg frosin.
Þetta er samt ekki músin þar sem hún virkar mjög fínt í öðrum tölvum. Þannig að spurning mín er, hvað er það í tölvunni minni sem getur látið músina frjósa. Er búinn að skanna, defrigmenta og víruskanna. Einnig búinn að rífa allt í sundur og þrífa. Ég er á 4 ára gamalli tölvu, dell dimension 5000 en með 7600 skjákort frá nvidia. Annars er þetta bara það staðlaða pentium örgjörvi og 1024 í minni.
Ef einhver getur hjálpa þá væri það geggjað!!!