G450 er bara ódýr útgáfa af G400 með betra Dualhead, annars nánast enginn munur. Í staðin fyrir 128bit dualbus þá eru þeir að nota 64bit DDR dualbus, kemur út á það sama en mun ódýrara. Í staðin fyrir eitt 360mhz RAMDAC þá hefur það eitt 360mhz og svo annað 220mhz, þannig að nú þarf ekki að share'a ramdacinu þegar dualhead er notað.
Ég sjálfur er með venjulegt G400 32mb DH, búinn að eiga það í meira en ár, svínvirkar. Er núna að bíða eftir G800, kemur út um jólin :D
Specarnir á því hafa lekið út, ekki allveg örrugt um hvort það sé satt eða ekki því að Matrox hefur aldrei sagt að þeir séu að búa til G800 einu sinni, einu staðfestinguna sem við höfum er að í viðtali við einhvern í Tech Support hjá Matrox þá sagði hann að við mundum bara þurfa að bíða og sjá hvernig G800 kemur út.