Mig vantar smá aðstoð og var að vona að einhver hér á huga gæti aðstoðað mig.

Þannig er að mig vantar brennara en ég á lappa og tími ekki að borga 35þús fyrir 8x brennara. þannig að ég var að pæla að kaupa nýan brennara fyrir borðtölvu og setja hann í gömlu vélina mína (200mhz MMX 64ram)

Það sem mig vantar að vita er:

1. Get ég notað nýjan brennara t.d. 24x með svo gamalli vél

2. Get ég sett hvaða sdram minni í hana t.d. 256mb eða er eitthvað limit.

3. heyrði einhverstaðar að það sé hætta á að gera skemmda diska þegar maður er að brenna ef tölvan er ekki nógu öflug.

Allar upplýsingar eru vel þegnar.