Hef ekki hugmynd um hversu dýrt þetta kostar, en það hlýtur að kosta mikinn pening að kaupa nýjan fartölvu skjá og að setja hann í, svo veit ég ekki alveg en ef tölvan þín hefur dottið þá er hún örugglega eitthvað biluð svo ég myndi bara giska á að verðið væri komið það hátt að þú gætir keypt nýja tölvu.
En ég veit ekki prófaðu bara að hringja nokkur símtöl og tékka.
Verð á fartölvuskjám fer eftir framleiðanda en yfirleytt er verðið á þeim á milli 40 til 70 þús plús ca 1,5 tími í samsettningu. Það fer svo eftir verkstæði hvað tímagjaldið er en það er allt frá um 5000 m/vsk að 9000 m/vsk.
Spurnging hvort þú talir ekki við tryggingafélagið þitt og sjáir hvort þú sért trygður fyrir þessu. Heimilistrygging með kaskó bætir þetta.
Ef þú ert ekki trygður þá mæli ég með því næst þegar þú kaupir þér tölvu að þú fáir þér sérstaka Tölvutryggingu, það kostur um 5000 kr á ári og þá ert þú með Alkaskótryggingu á tölvunni. Sjálfsábyrgð er um 13 til 15 þús.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..