Talvan mín er orðin eitthvað skrítin, þegar ég er ekkert að gera í henni er hún sífellt að vinna. Þetta kemur með svona 5 sekúnta millibili þá vinnur hún í sekúntubrot og stundarglas kemur á músina.
Mér datt þá í hug að það gæti verið eitthvað forrit í gangi sem væri að pirra mig og ýtti á control+alt+del og byrja að ýta á end task við ýmsa fæla og prófa mig þannig áfram. Ég kemst brátt að því að eitthvað sem heitir Mdm kemur stöðugt aftur þegar ég er búinn að loka því og stundum stendur tvisvar Mdm í einu á listanum. Sama á við um Wscript sem gerir það sama en í minna mæli er virðist.
Ef eitthver hefur lent í því sama eða hefur minnstu hugmynd um hvað ég er að tala (hef það ekki sjálfur), þá væri vel þegið ef hann/hún léti í sér heyra því þetta virðist há tölvunni verulega. Frýs og stoppar í miðju kafi.
Fyrirfram þakkir Zak : )