Það sem ég vildi sagt hafa er það að munurinn á Athlon XP 1600+ og Athlon Palomino MP 1600+ er sá að það er nánast enginn munur.
Ástæðan fyrir því að hann er seldur dýrari er sú að AMD Athlon Palomino er hugsað fyrir eða til dual örgjörva það er að segja á t.d. AMD 760MPX chipsetti eða móðurborði og hann er aðallega hugsaður fyrir Server eða til að nota í þjón. Til þess að þú fáir mest út úr þessum örgjörva verða að vera 2 örgjörvar á móðurborðinu!!!!! Hins vegar AMD Athlon XP 1600+ keyrir á 1.4GHz vinnsluhraða og er aðallega hugsaður fyrir heimilisnotandann. En það er sagt að það er hægt að nota tvo svoleiðis örgjörva á AMD 760MPX kubbasettinu svo það væri hagkvæmari kostur ef um er að ræða og ef þú ert að spá í að fá þannig örgjörva. En ég vona að þetta hafi svona nokkurn veginn skýrt málið fyrir þér og gangi þér vel í framtíðinni :).
Takk fyrir
strakur18