Sjálfur myndi ég frekar taka
Asus P5N-D móðurborðið, 2x
9600GT í SLI og myndi ég spara mér peninginn í minnunum, taka venjuleg CL5 minni og clocka þau niður í CL4, er sjálfur með SuperTalent 2GB 800mhz CL5 sett sem ég keyri á 880MHZ í 3-4-4-12, býst við að 4GB settið nái álíka árangri, þó ekki tryggt þar sem oft er erfiðara að yfirklukka stærri kubba heldur en minni.
Með þessu myndi ég taka
Antec TruePower Trio 650W, mjög góður og hljóðlátur, feikinóg fyrir þetta rig auk þess að vera með viftustýringu fyrir kassavifturnar.
En þetta er bara mín skoðun, ætti að vera töluvert ódýrara og sérð engann mun. Varðandi örgjörvana þá fer það eftir því hvenær þú býst við að uppfæra næst, E8400 er að standa sig betur en Q6600 í leikjum nútímans, en þegar leikir verða orðnir almennilega multithreaded, ná að nýta alla kjarnana í örgjörvanum samhliða þá ætti Q6600 að taka forystuna.
En hins vegar er erfitt að segja til um hvenær það verður og hvort að þá sé hvort eð er ekki kominn tími til að uppfæra. Sjálfur tæki ég E8400.
Eins og ég segi, þá ætti verðið að koma aðeins betur út, hins vegar myndi ég líklega taka 1stk 8800GTS G92 kort og eiga þá upgrade möguleika með því að bæta öðru við þegar það er hætt að vera nógu gott fyrir helstu leikina :)
Ég er mjög hrifinn af Tölvutækni eins og líklega sést á þessu svari, en ekki negla þig niður við eina tölvuverzlun, best er að senda e-mail á þær allar og sjá hvað þær geta boðið þér fyrir X pening eða X búnað.