Ætla að fjárfesta í móðurborði og kassa á næstunni. Er aðeins dottinn útúr þessum vélbúnaðar pælingum.

Er semsagt að leita að intel móðurborði sem er nokkuð solid og traust og hefur einhverja möguleika á uppfærslu seinna meir. Þegar ég var síðast í þessu þá var ASUS og Abit móðurborðin með þann stimpil á sér að vera “best”, en nú er ég að sjá að borð frá Gigabyte og MSI eru að fá sæmilega góða dóma.

Einnig er ég að spá í að fá mér almennilegan kassa. Er aðalega að leita eftir einhverju stílhreinu og snyrtilegu en ekki einhverju ferlíki. Ég bý í stúdíó íbúð og er að reyna að hafa allt í látlausum nútíma stíl í henni og vantar kassa sem lítur vel út ásamt því að vera rúmgóður.

Þannig að ef þið vitum um einhvað sem gæti virkað endilega baunið því á mig. Hafa í huga líka að ég er ekki endilega að spá í einhverju sem kom á markaðinn í gær með allra nýjustu tækni og allt það, bara einhvað sem hefur reynst vel undanfarið.

Bestu kveðjur
Radical