Tölvan mín hrundi um daginn og ég var með XP á henni. Ég ákvað að setja Vista inn og prufa og mér líkar bara ágætlega við það.
Er ekki með neitt svaka öfluga vél og þurfti aðeins að stilla hlutina svo þetta væri sprækara hjá mér. Þá aðalega í þessu apperance og theme dæmi, skjáborðsmyndir og allt það. En í þessa nokkra daga sem ég hef haft Vista verð ég að segja að mér líkar það bara mjög vel, finn ekkert fyrir því að XP sé farið út og þó hef ég verið að nota það síðan kom út eiginlega.
Hef heyrt að fólk sé óánægt með Vista, það sé buggað og svoleiðis og ég tók ákvörðun um að geyma að uppfæra í Vista í nokkra mánuði útaf því, en þetta er það sem koma skal og bara ágætt að byrja að læra á þetta dótarí.
Er ekkert í leikjum þannig að að því leyti get ég ekki gefið neitt feedback, allt annað eins og Office og Adobe forritin eru bara fín.
Kveðja
Radical