Ég er svoldið spenntur fyrir ArtMedia skjáunum hjá Hugveri en ég hef enga reynslu af þeim, né hef ég heyrt eitthvað um þá.
Þeir eru allavega ekki svo dýrir og hafa Trinitron túpur og mig minnir að þeir hafi verið fallegir, sem mér finnst skipta miklu máli þar sem maður er nú að stara á þetta tímunum saman.
Er einhver hérna sem vill deila með okkur reynslusögu?
Ég er allavega á því að það borgi sig að kaupa vandaðann skjá þar sem td. skjáir með mikla útgeislun osfrv. geta verið slæmir fyrir heilsuna og skjár er meiri langtímafjárfesting en skjákort og þess háttar.
Láttu okkur allavega vita hvaða skjá þú endar með og afhverju. Gæti verið gott að fá hugmyndir þar sem gamli 15" Hyundai jálkurinn minn (aka. Kýraugað (*móðg*)) dó um daginn :(.