Fer eftir því hvað þú ert að gera. Þar að auki var það ekki XP sem var steiktur. XP gefa 20% minni hita frá sér en TB gerðu. Það er í rauninni engin hætta á því að þetta gerist.
Þessa stundina myndi ég mæla með AMD og AMD 760 kubbasetti með því. Intel eru að verða ágætir eftir að þeir fóru í DDR. Ef þú ferð í Intel þá verðurðu að fá Intel 845 kubbasettið. 850 kubbasettið er gallað og böggað auk þess sem þú þarft að nota tiltölulega dýrt Rambus minni með því.
Kubbasett og móðurborðs framleiðendur eru mikilvægari en hvaða örgjörfa þú ætlar að nota. Fer líka eftir því hversu mikla peninga þú ert að tala um.
Hvað ertu tilbúinn að eyða í þetta? Ertu að uppfæra eða kaupa nýja? Þú setur til að mynda ekki gamalt skjákort í móðurborð með Intel 845 eða 850 kubbasettinu, án þess að athuga hvort það má. Þú getur hæglega brennt þau.