Góðan daginn/kvöldið.
Ég er búinn að vera í smá veseni með ferðatölvuna mína.
Ég er með Gateway MX6920 Notebook.
Þetta byrjaði þannig að ég fékk frekar leiðinlegan vírus á hana, eftir að hafa náð honum út náði ég að afrita gögnin mín annað og ætlaði mér að formatta vélina. Þegar ég skellti windowsXP setup disknum í þá fer allt prosessið í gang og allt í góðu, í fyrsta glugganum sem kemur eftir að það er búið að loada öllu draslinu upp þá fæ ég errorinn um að setupið fynni engan harðan disk, samt sást (og sést enn) í BIOS-num. Svo ég fór í þann leiðangur að redda mér USB-Floppy drivi og réttan driver fyrir tölvuna og allt í góðu með það. Í RAID installinu þá vel ég réttan driver á floppy disknum og runna setupið áfram, en sami error kemur.
Þannig að ég fer og sendi Gateway e-mail og spjalla við þá um daginn og veginn. Þá fæ ég það svar að Phoenix BIOS-inn sem ég er með er læstur fyrir aðra diska heldur en frá framleiðandanum (btw, biosinn leyfir mér ekki að breyta neinu, hvorki að enable/disable sata eða neitt). Þannig að ég bið þá um að senda mér nýjan Recovery disk því að ég er búinn að tapa mínum v/flutninga. Það er allt í góðu með það, en svo þegar ég á að fara að borga fyrir shipping kostnaði sem er $20 (annars er diskurinn frír), þá allt í einu fatta þeir það að ég sé frá Íslandi (þótt svo að ég hafi greint þeim frá því strax í byrjun) og segja mér að þeir geti ekki sent mér hann því að ég er fyrir utan US. Ég gæti hins vegar reddað mér með því að láta senda diskinn til fólks sem býr þarna úti og smá vesen á bakvið við það og væri ég helst til að sleppa því.
Þannig að það sem mig vantar hjálp við er að hvort eitthver sem á gateway lappa sem á ennþá recovery diskinn væri til að hafa samband við mig ?
Væri auðvitað best ef hann/hún ætti sömu týpu en ég er til að prófa hvort sami diskur virki þótt hann sé ætlaður fyrir annað módel.
Ég ætla ekki að hafa þetta neitt lengra. Ef það er eitthver þarna úti sem á ennþá recovery diskinn má hann endilega hafa samband við mig annaðhvort hérna eða á Nonnip@visir.is
kv.
Nonni
Bætt við 14. mars 2008 - 15:25
Já meðan ég man, þá prófaði ég að setja harða diskinn í aðra vél og formatta og setja upp stýrikerfið á hann þar.
En auðvitað virkaði það ekki, þannig að ég er búinn að formatta.
En það sakaði ekki að reyna. :)
kv.
Nonni