Þarft í raun ekki að gera mikið, helsta er að stilla klukkuna, stilla A: drifið af (nema þú sért með floppy drif sem fæstir í dag eru með/nota) og svo bootorder til að vélin sé fljótari að ræsa (þ.e.a.s. ef þú setur HDD fremst í röðina þá athugar hún ekki í hverri ræsingu hvort það sé bootable geisladiskur í drifinu).
Svo er að ganga úr skugga um að minnið sé ekki alveg örugglega stillt á réttan hraða og sama gildir um örgjörvann. Yfirleitt er þetta skynjað rétt en í sumum tilfellum, sérstaklega ef það er gömul útgáfa af BIOS á móðurborðinu skynjar það ekki rétt.