Það er að sjálfsögðu mismunandi hvernig fólki líka við ákveðin vörumerki, yfirleitt er það þó byggt á persónulegri reynslu. Sjálfur á ég Toshiba vél, hef aldrei átt betri tölvu verður að viðurkennast. Einnig veit ég að þær eru mjög þægilegar ef eitthvað kemur upp á, einfalt recovery system o.s.frv.
Það að vera að keyra SQL og forrita reynir að sjálfsögðu mest á örgjörvann, harða diskinn og minnið, þannig að þú ættir að vera vel settur með T7700 örgjörvann og 2GB í minni, þó það væri reyndar skemmtilegt að stækka minnið upp í 3 eða 4GB, ættir að geta dílað við þá um það ef þér lýst vel á.
Annars veit ég að Tölvutækni eru mjög traustir og góðir og hef ekkert slæmt séð um þá á vaktinni (spjall.vaktin.is). Væri skemmtilegt ef fleiri hér inni sem hefðu keypt sér búnað þaðan myndu commenta.