Þú þarft að lóða á milli einhverra punkta á örranum. Þeir hafa reyndar verið að nota einhverja “penna” til að leiða á milli en þá þekki ég ekki. Ef þú ert með Slot örgjörva þarftu að rífa hann í sundur til þess. Ég hef heyrt um að hægt sé að fá einhverskonar millistykki sem gerir sama gagn, en heldur ábyrgðinni í lagi (að fitla við hann eyðir að sjálfsögðu ábyrgðinni).
Fyrir nánari útskýringar og myndir mæli ég með því að þú kíkir á einhverja af overclock síðunum.
Ég kann vel við www.octools.com