Þjöppunarsnið (e. Compression [type/algorythm]=aðferð sem notuð er til að þjappa með. Dæmi: .zip, .gz, .b2z, .sit, .mpg,
Skráartegund (e. File Format)=aðferð sem notuð er til að geyma skrá. Dæmi: .rtf, .psd,
MPEG-1 (.mpg) er þjöppunarsnið. MPEG-2 (.m2v) er það líka.
.avi og .mov eru hins vegar skráartegundir. Bæði eru í raun containerar undir metadata sem getur verið af ýmsu tæi.
Algengast er þó að .avi innihaldi einhvers konar Intel Indeo Video þjappað efni, þó að í seinni tíð tíðkist það líka að menn smelli ýmsum útgáfum af MPEG-4 þjöppuðu efni í þetta og kalli það þá “DivX ;-)”
Á sama hátt er algengast að menn smelli Sorenson Video í .mov skrár þó svo að .mov geti innhaldið .mpg, MIDI, QTVR, MP3, Text-tracks, soundfonta, DivX og margt fleira.
Svo ég snúi mér að svarinu þá er ekki til neinn transcoder milli þessarra formata sem þú nefnir….efnið býður einfaldlega ekki upp á það. Það er aftur á móti til hellingur af forritum sem encoda videoið upp á nýtt. Þetta tekur auðvitað heila eilífð m.v. transcodun en ef þú nennir að bíða þá geturðu t.d. opnað .mov skrána í QuickTime Player og Exportað henni upp á nýtt.
Friðu