Jæja ég hef hér til sölu Logitech G15 (2005 útgáfuna). Keypt í nóvember en nánast ekkert notað og allveg ótrúlega vel með farið. Hef hreinsað það ca. 3-5 sinnum í mánuði með þrýstilofti (já ég veit, ég á bágt ;) ) og það sést ekki á því.
http://www.uk-consoles.co.uk/shop/images/logitech_g15_keyboard.jpg
Helstu fídusar við þetta borð:
*Baklýstir hnappar með 3 ljósastillingum (slökkt, lítið og mikið ljós)
*Lítill LCD skjár sem hægt er að nota til þess að sjá ýmsar upplýsingar sem geta auðveldað þér bæði vinnu og leik. Þú getur t.d. séð klukku, dagsetningu og fjölda nýrra skilaboða (e-mail) – upplýsingar um lag sem þú ert að hlusta á – Performance monitor (sérð vinnsluna á örgjörvanum og vinnsluminninu) – niðurtalning+skeiðklukka – og svo er hægt að sækja sér drivera fyrir tiltekna leiki á heimasíðu logitech fyrir allan fjandann, mjög sniðugt til að sjá ýmsar upplýsingar í leikjum, eins og sjá má myndinni hér að ofan ásamt fleiru.
*18(x3=54) forritanlegir takkar. Þ.e. 18 takkar (G1-G18) sem svo er skipt niður í 3 profiles (M1, M2 og M3). Forrit sem fylgir með borðinu gerir þessa forritun “easy as pie”.
*Quick Macro. Þarna getur þú forritað einn af þessum “G” tökkum til þess að vera fleiri en aðeins ein takka samsetning. Quick Macro er takkaruna, engar takmarkanir, þú getur þess vegna látið takkan skrifa heila ritgerð eða stóran kóða eða einhverja skipun, hvað sem er.
*2xUsb tengi á bakhlið borðsins, sprarar þér að teygja þig niður á gólf eftir usb-inu á tölvunni ;)
*“Game-Mode”. Sérstakur flipi á lyklaborðinu, þarna ertu annaðhvort með stillt á basic tölvunotkun og allt eðlilegt á lyklaborðinu eða þá þetta game-mode. Það eina sem það gerir í raun er að það disable-ar windows takkan frá windowsinu svo þú getur notað hann í leikina án þess að framkvæma óvart einhverjar windows skipanir.
*Mjög góðir media takkar þar sem skjárinn leggst inn í borðið, þarna ertu með next, prev, stop og play/pause takka auk þess eru þar 5 minni takkar til að stjórna skjánum.
Þetta er svona það helsta sem ég man eftir sem gerir þetta borð allveg einstakt :D
Borðið kemur í upprunalegum pakkningum
Verð: 6000 kr.-
Tilboð óskast í PM