Ég lenti í lélegri reynslu hjá bt.
Eftirfarandi e-mail til þeirra útskýrir.

Góðann dag.

Ég keypti fyrir um mánuði mús (Logitech G5) í BT Skeifuni. Nú er vinstri músatakkinn eitthvað byrjaður að klikka. Hann er stundum í lagi, en stundum er hann alveg óheyrilega stífur.

Ég fór í dag (11.2 - 2008) með músina í verslunina (ásamt ábyrgðarskírteininu). Sýndi afgreiðslumanninum músina og útskýrði vandamálið. Hann tók hana á bakvið en kom til baka og eftirfarandi er samtalið eins og ég man það.

Hann : “Ég fann ekkert að músini.”
Ég : “Nú? Hún var biluð þegar ég fór að heiman.”
Hann : “Ég get látið hana á verkstæði til að láta kíkja á hana.”
Ég : “Æ, ég þarf á henni að halda (Ég er vefforritari í aukavinnu).”
Hann : “Eina sem ég fann var að hún var stíf til að byrja með.”
Ég : “Það var nákvæmlega vandamálið.”

Eins langt og ég veit þá eiga nýjar mýs sem kosta sjö þúsund krónur ekki að vera stífar í notkun. Hann hlustaði ekkert á mig eftir þetta og ég fór í burtu í vondu skapi með bilaða mús í vasanum. Nú kom ég heim, tengdi músina og viti menn! Hún er biluð.

Ég er ekki ánægður og mun beina mínum viðskiptum annað í framtíðinni.

(Svo kom nafnið mitt)
fender HW1 telecaster. champion 600 amp (modded)