Jæja þá er kominn tími að skella sér á nýjan grip, en þar sem maður er ekki hinn alfróðasti um vélbúnaðinn vantar manni töluverða hjálp við að finna hvað skal kaupa.
Ég ætla að kaupa hana í pörtum og fá setta saman, og hér eru pælingarnar:
Örgjörvi: Quad core örgjörvi er eiginlega ákveðið, þá Q6600. Sá samt að Q9450 er kominn, á 35.000 kr.(15.000 kr dýrari en Q6600). Spurning er hvort hann sé þess virði.
Vantar líka smá hjálp uppá hvaða kælingu skal nota.
Skjákort: Mun verða Geforce 9800 (þegar það kemur út) en á meðan nota ég bara gamla kortið.
Móðurborð: er eitthvað sem ég þarf töluverða hjálp við. Hann þarf þá að geta tekið 9800 skjákort og Quad-örgjörva. Allar leiðbeiningar eru vel þegnar.
Vinnsluminni: Hef nú ekki miklar áhyggjur af þessu, þar sem það er létt að finna út hvernig vinnsluminni þarf þegar móðurborðið er komið.
Harður diskur: Mun nota gamla diskinn.
DVD drif: Drifið tekið úr gömlu tölvunni.
Aflgjafi: Vantar líka hjálp við hann. Vantar einhvern sem ræður við ofannefnda parta. Hávaði skiptir litlu máli.
Kassi: Mun mest líklegast nota gamla kassann, skoða samt hugmyndir.
Og til að taka fram, þessi tölvu mun verða notuð mestmegnis í leiki, og plana ekki á að overclocka(og ef svo, þá ekki mikið)
Með fyrirfram þökkum fyrir alla hjálp.