Ég fékk mér Cod4 þegar hann kom út, bara nokkrum dögum eftir að hann kom út. Ég byrjaði að spila hann í SP en hann fraus alltaf og save-in eyddust. Gerði kork um þetta http://www.hugi.is/cod/threads.php?page=view&contentId=5406342
Svo var ég að lána vini mínum leikinn fyrir dálitlu síðan, og hann virkaði alveg fullkomið hjá honum, hann er búinn að vinna hann svona 4 sinnum. Ég fór til hans um daginn og ætlaði að fá leikinn, byrjaði upp á nýtt og svo þegar ég er kominn nokkuð langt eða í annað missionið í Act 2, þá frýs leikurinn, á nákvæmlega sama stað og gerðist seinast. Ég er orðinn ansi fúll og finnst mér alveg fáránlegt að þetta sé að gerast. Getur ekki verið að leikurinn sé bilaður þar sem þetta gerðist aldrei fyrir vin minn, þannig að þá spyr ég, er þetta tölvan mín eða hvað?