Ein stúlka sem ég þekki ætlar að fara að fá sér laptop (hún er háskólanemi þannig að hún getur þannig séð valið úr nokkrum tilboðum), og ég sem “tölvugaur” á að vera ráðgefandi í þeim málum.

Þar sem ég hef ekki verið að vakta fartölvumarkaðinn af neinu viti þá er ég pínulítið lost í þessu, mér sýnist að ódýrasti Omnibookinn sé á 159þ sem er svona líklega með því mesta sem hún myndi tíma að eyða. Thinkpaddarnir eru svo diskettulausir sem að er þvílíkt rugl, frúin mín þurfti að kaupa sér USB-diskettudrif, en eins og flestir átta sig á þá eru háskólanemar mikið að vesenast með verkefnin sín á floppy út og suður.

Hverju mynduð þið mæla með sem er undir 200þ ?<br><br>–
Summum ius summa inuria
Summum ius summa inuria