Geng út frá því að þú notir XP fyrst þér ljáist að taka það fram…
1. Settu XP CD í tölvuna (gætir þurft að stilla biosinn ef tölvan ræsir ekki frá CD).
2. Ýtir svo á einhvern takka til að ræsa frá CD.
3. Í XP setup menuinu ýtirðu á “R” fyrir Repair Windows.
4. Veldu svo “1” og ýttu á enter.
5. Gætir verið beðinn um admin lykilorðið, sláðu það inn.
6. Afritaðu tvær neðangreindar skrár yfir í rótina á harða diskinum. Veit ekki hvað drifið þitt gæti verið en gæti útlagst svona:
copy e:\i386\ntldr c:\
copy e:\i386\ntdetect.com c:\
7. Þegar þessar skrár hafa verið afritaðar, fjarlægðu þá CD og endurræstu vélina.