Það fer allt eftir því hversu vel tölvan þín er tengjum búin.
Digital vídjóvélar eru yfirleitt með “firewire” tengjum sem sumar nýlegar tölvur bjóða upp á. Ef ekki getur þú líka fengið kort með svona tengjum út í næstu tölvubúð og skellt í PCI rauf hjá þér.
Flestar myndavélar hafa líka annaðhvort S-VHS eða Composite tengi, en S-VHS tengi eru svoldið svipuð PS2 lyklaborðs/músa tengjunum á meðan Composite tengin eru alveg eins og RCA tengin, nema bara gul.
Ef þú ert með Asus skjákort með NVidia kubbi (TNT, G-Force) er líklegt að þú sért með svona tengi, líka ATI All-In-WonderPro kort osfrv. , annars þarftu líklega að fá þér sjónvarpskort nema afspilunarkort bjóði upp á þennan möguleika sem ég veit ekkert um :) .
Semsagt, þetta er hægt en þú þarft að hafa réttann búnað í þetta.
Þú getur fundir FireWire kort á computer.is undir stýrispjöld.