Ef þig vantar hugbúnað tengdan yfirklukkun, mæli ég með því að þú kíkir á www.octools.com og kíkir á download síðuna.
Sjálfur nota ég “Hardware Sensors Monitor Pro” til að fylgjast með hitastiginu hjá mér og hann virkar vel. Annars bjóða móðurborðaframleiðendur oft upp á ókeyðis tól til þessa.
Það sem þú þarft er í raun ekki neitt, en það skemmir ekki að hafa við höndina handbókina með móðurborðinu og töng ef þú þarft að kljást við jumpera á þröngum og erfiðum stöðum.
Ef þú hækkar hraðann hækkar hitinn og því þarftu líklega að setja öflugri kælingu. Stærri vifta á örgjörvann gæti gert gagnið. Yfirleitt þarf þó að uppfæra kæliplötuna líka og eru í böði ýmsar samsetningar á kæliplötum og viftum sem henta vel í yfirklukkun. Fyrir þá sem ekki láta sér nægja að kæla með auknu loftflæði fjárfesta í vökvakælingu þar sem vatn er kælt niður og látið flæða um örgjörvann.
Þumalfingurregla sem ég heyrði einu sinni er að ef þú getur haldið putta á örgjörvanum í 12 sekúndur án þess að kippa honum að þér, er hann ekki of heitur. Engin ábyrgð fylgir ;)
Flestir sem yfirklukka innan skynsamlegra marka láta sér nægja að auka kælingu á örgjörva með stærri kæliviftu og plötu, kælifeiti og auknu loftflæði um kassann (athuga viftu í “power supply-i”). Svo skemmir ekki að hafa hugbúnaðarkælingu eins og td. Rain 2.0 (fyrir win95/98, “óþarft” í NT).
HVERNIG ÖRGJÖRVAHRAÐI ER FUNDINN:
- Bus speed (CPU Bus, FSB, Front Side Bus) = hraðinn á “móðurborðinu”, þ.e. hraðinn milli íhlutanna á móðurborðinu.
- Multiplier (CPU Clock Ratio) = Örgjörvahraðinn er bus speed * multiplier. Dæmi: 66MHz x 2 = 133MHz (gömul pentium tölva), 133MHz x 6 = 798MHz (líklega þín tölva).
- EV6 Bus = Á AMD vélum (k7 og uppúr) ná þeir fram “helmingi” meiri hraða á milli örgjörva og kubbasetts með sérstakri tækni. Með 133MHz “bus” ná þeir 266MHz EV6 Bus. Kemur þér ekkert við, en gott að vita :)
- PCI brautarhraði = Er held ég yfirlett í kringum 33MHz (minnst 27MHz, mest 37MHz, veit ekki hvernig hann er fundinn :( )…
- AGP brautarhraði = Tvöfaldur PCI hraði (með AGP 2x???, APG 4x = 33MHz x 4 = 133MHz??? veit ekki… :( ).
- Minnishraðinn = Hraðinn á minninu er fundinn með margfaldara og hraðanum á PCI raufunum. Margfaldarinn 3 = 100MHz minnishraði, 4 = 133MHz minnishraði.
Reyndu að halda Bus hraðanum sem hæstum og nota multiplier til að komast sem næst þeim örgjörvahraða sem þú óskar.
Vona að þetta sé skiljanlegt og rétt og hjálpi þér eitthvað.
Gangi þér vel með yfirklukkunina :)