Þetta er bull hitastig fyrir þetta set-up. Minn Q6600 er á c.a 30° idle og 40-45° load með AC freezer 7 pro, yfirklukkaður á 3ghz.
Ég er með antec sonata 3, tvær 120mm viftur. Þú ert með helmingi betri kassa en ég, betri örgjörva kælingu og örgjörvinn þinn er ekkert yfirklukkaður.
Augljóslega eitthvað að en ef allar viftur eru í gangi (snúa rétt, allir geta gert mistök…) og eru að blása almennilega þá veit ég ekkert hvað er í gangi. Yfirfarðu bara allar tengingar, hvort vifturnar séu að blása lofti inn eða út. Náðu í speedfan, Everest og CoreTemp og gáðu hvort þau gefi þér sömu hitastig. Tékkaðu líka á RPM á hverri einustu viftu (speedfan). Ef ekkert virkar skaltu bara fara með hana aftur í tölvutek. Getur meira að segja verið að móðurborðið sé eitthvað bilað.