Ég er með nánast sama set-up og þú. 2x1GB annars alveg eins.
8800GTS var náttúrlega að koma út svo að það eru kanski skynsamlegri kaup ef þú átt pening fyrir því. 8800GT er samt helvíti gott kort og svo er náttúrlega nýja línan frá Nvidia að koma í febrúar sem mun eflaust slátra öllum kortum sem til eru í dag svo að núna er kanski ekki besti tíminn til þess að eyða miklum pening í skjákort.
Varðandi kassa þá segji ég bara eitthvað með nógu plássi! Ömurlegt að lenda í því að geta ekki uppfært eða bætti við í tölvuna sína því kassinn er of lítill.
Ég er með Antec Sonata III og hann dugar mér alveg. Svo sem fínn kassi en ef ég mætti breyta einhverju við tölvuna mína í dag þá hefði ég eytt 10 þúsund kalli meira og fengið mér stærri.
Mæli alls ekki með þessum Aspire X-plorer. Ég hef séð skókassa sem eru stærri en þetta. Helmingurinn af verðinu fer í einhver blá ljós og fancy hliðar glugga.
Ég mundi mæla með td. þessum
http://tolvutaekni.is/product_info.php?cPath=32&products_id=832Nóg pláss, gott loftflæði, aflgjafinn hýstur niðri sem er mun betra upp á kælingu. Svo er hann líka frekar plain í útliti sem þýðir að peningurinn þinn er þá að fara í bygginguna á kassanum en ekki eitthvað fancy skraut.