Það er grundvallar munur á hvernig plasma og lcd skjáir búa til myndina. Hvort er betra er afstætt og fer eftir notkuninni, ásamt smekk að hluta.
LCD skjáir byggjast á því að fljótandi kristallar breyta um lit. En til þú sjáir litina, þá þarf baklýsingu, sem er venjulega búin til með flúrperum, sem eru bak við skjáinn.
Því miður er gallinn við þessa tækni meðal annars, að það er erfitt að ná fram góðum contrast (skerpu), ásamt að það er erfitt að búa til stóra skjái.
Hins vegar þá ertu að fá skjái á viðráðanlegu verði, og með ásættanlegum gæðum fyrir flesta. Einnig eru lcd skjáir minna viðkvæmir fyrir innbrunninni mynd, ef sama myndin er sýnd lengi á skjánum.
Plasma byggist hins vegar á því, að það er myndað rafgas í skjánum, sem gefur frá sér lit og birtu. Svo plasmaskjáir þurfa ekki baklýsingu.
Helstu kostir plasmaskjáa er að það er auðveldara að ná fram góðum contrast á þeim, og að búa til stóra skjái.
Gallarnir eru hins vegar að þeir eru dýrari, ásamt að vera viðkvæmari fyrir innbrunninni mynd, ef sama myndin er lengi á skjánum.
Svo það er ákveðin þumalputtaregla í dag, að ef þú ert með skjá 32 tommur og minna, þá tekurðu lcd, en ef þú ert að kaupa stærri skjá, þá tekurðu plasma.
Kveðja habe.