þannig er að ég er með Dell fartölvu, árs gamla, sem kom með partitionuðum hörðum disk (NTFS á báðum hlutum). Nú langar mig að klessa þessum partitions saman, til að nýta betur geymsluplássið á þeim. Ég prófaði að nota Norton Partition Magic 8.0 í verkið, en við keyrslu á því fæ ég villumeldingu (Error 4. Bad argument/parameter) sem ég finn ekki skýringu á (keyrði CheckDisk á bæði partition með ‘Automatically fix file system errors’ á og ‘Scan for and attempt recovery of bad sectors’ líka áður en NPM fór í gang btw). Ég gúglaði villumeldinguna en fann ekkert merkilegt.
Getur einhver annaðhvort bent mér á hvernig ég nota NPM þannig að það virki rétt, eða bent mér á annan hugbúnað sem gerir sama gagn betur?
(Ákvað að skella þessu hér inn líka, setti upprunalega á /Tölvur og tækni fyrr í kvöld, á kannski betur við hér).
Ástæðan fyrir því að ég er að sameina partitionin, er að það minna (12,x GB) er notað eingöngu undir tónlist, en núna er það orðið of lítið.
Peace through love, understanding and superior firepower.