Ok, fyrst það er búið að nefna mig á nafni þá er það mikilvægasta við yfirklukkun að lesa sig mikið til svo ekkert fari í FUBAR.
Fólk vill oftast bara skippa tæknilegu pælinguna á bakvið þetta og fara bara strax að klukka án þess að hafa enga hugmynd um hvað það er að gera í rauninni.
Ég bendi hér á nokkrar leiðbeiningar og eftir þennan lestur “SEM ÉG MÆLI MEД þá ættirðu að hafa góða hugmynd um útá hvað þetta snýst.
Flest allt sem þarf að vita:
http://www.ocforums.com/showthread.php?t=263753Staðreyndir um hvað má keyra hvern hlut hátt
http://overclockers.com/articles884/Mjög gott guide fyrir Core2Duo og Core2Quad
http://www.tomshardware.co.uk/forum/240001-11-howto-overclock-quads-duals-guide Þennan seinasta mæli ég mjög mikið með þar sem flestir sem vilja yfirklukka eru með einmitt þessar tvær týpur af örrum
Minnisklukkun fellur líka þarna inní þar sem það er samhengi milli örrans og minnisins.
Yfirklukkun á skjákorti er einfaldara ef litið er einungis á Core og Memory speeds, ekki Shader.
Þá þarftu bara eitthvað 3rd party software eins og AtiTool, virkar bæði fyrir Nvidia og ATI, og hann getur fundið fyrir þig max core og max mem síðan bara savearðu profile og stress testar þetta með 3DMark eða einhverju og ef allt fer í snjó eða línum (artifacts) þá þarftu bara að lækka annaðhvort core eða speed um svona 5mhz til að byrja með, þetta er mjög mikið “Trial & Error” process.
Svo er hægt að flasha skjákortið með hröðunum en ég mæli ekki með því nema þú hafir einhverja reynslu af svona fyrir.
Já, svo er alltaf gott að flasha BIOS í nýjasta Revision til þess að ná hámarks yfirklukkun fyrir móðurborðið ef þú villt klukka hlutina hátt. (Þá betri kælingu en Retail viftunni sem fylgir örran)
Annars snýst þetta um lesningu og eins og ég segi “Trial & Error”
Gangi þér vel…..