Einu gallarnir sem ég sé við þessa, og hef nefnt áður á þessu áhugamáli, er að mér finnst 4GB af minni slæmt miðað við það að þú þarft að taka 64-bita gerðina af Vista til þess að geta nýtt öll 4GB. Vista 64-bit er gjörsamlega driver helvíti í dag. Ekkert til fyrir það. Sjálfur mun ég ekki koma nálægt því fyrr en eftir svona ár. Þú græðir voða lítið performance í leikjum. Engir leikir til í dag sem nýta sér þessi auka GB. Hinsvegar ef þú ert í einhverri pro mynd/hljóðvinnslu þá þarftu eiginlega 4GB en þá áttu líka að vera að nota makka hvort sem er.
Ég mundi frekar taka 2x1GB 1000Mhz
Hinn gallin við þessa tölvu er að þessi coolermaster vifta er vægast sagt drasl. Dugar svo sem ef þú ætlar ekkert að yfirklukka en ég mundi samt byðja frekar um td. AC freezer 7 pro. Það er solid vifta fyrir lítin pening.
Að öðru leiti er þessi turn snilld og klárlega það besta sem þú færð fyrir peninginn í dag. Ég er með sama móðurborð, skjákort og örgjörva og hef ekkert nema gott um þessa hluti að segja.