En ennþá betri kaup væru í
þessari ef hann bæði um að skipta út E6750 yfir í Q6600. Það munar 7þús kalli á þeim, svo vélin væri þá á 101.900kr.- en þá vantar stýrikerfið sem fylgir Tölvutek tölvunni sem er á 12.900kr.- og þá endar sambærileg vél í 114.800kr.- en með öflugra skjákorti (yfirklukkað frá framleiðanda) og að mínu mati allavega vandaðari kassa. Finnst reyndar skrítið að Tölvutek gefi ekki upp hvaða aflgjafi er notaður í þessa vél.
Reyndar kemur örlítið á móti að í Tölvutæknis-tilboðinu er Gigabyte P35-DS3L á móti P35-DS3R hjá Tölvutek, en eini munurinn á þeim borðum er að R er með 8 S-ATA tengi og RAID möguleika á móti 4 S-ATA á L-inu. Hins vegar er 2000kr.- munur á þeim borðum, svo ef hann teldi sig þurfa RAID og 4 S-ATA port gæti hann líklega borgað mismuninn og komið samt út í 8þús. króna plús, auk vandaðari kassa og öflugra skjákorts.