Sæll
Við kaup á tölvum innan evrópusambandsins þá er það í lögum 2 ára ábyrgð. En skoðaðu það vel hjá tölvufyrirtækinu sem þú kaupir tölvuna hjá hvað ábyrgðin dekkar.
Vertu einnig viss um að þú sért að fá ábyrgð frá framleiðanda tölvuna en ekki e-h ábyrgð frá búðinni sem þú kaupir tölvuna frá og að hún sé 2 ár.
Persónuega myndi ég kaupa merki eins og Toshiba, HP, IBM, Fujitsu-Siemens eða Dell. Eitthvað af þessum stóru merkjum því þau eru öll með ágætis þjónustuverkstæði á Íslandi. Sumir söluaðilar á Íslandi sem selja önnur merki eru einungis með þjónustu á þeim tölvum sem þeir selja á Íslandi en ekki þær sem eru keyptar í útlöndum. Þjónustuaðilar af þeim tölvum sem ég nefndi fyrir 0fan eru allir viðurkendir af framleiðindum þeirra og eiga að þjónusta tölvunar hvar sem þær eru keyptar, en í sumum tilfellum þegar tölvur eru keyptar í USA þá er bara verksmiðjuábyrgin bara í USA.
Ábyrgð hjá fyrirtækjum erlendis getur verið svoldið blekkjandi, sérstaklega þegar tölvur eru keyptar í USA. Oft eru tölvunar seldar með 2 ára ábyrgð en svo ef bilun verður í tölvunni þá kemur í ljós að hún er bara í USA og einungis hjá versluninni.
Best væri að mínu mati að kaupa hana á Íslandi vegna þjónustunar en eins og ég sagði áðan skoðaðu vel ábyrgðarskilmálana hjá söluaðila úti áður ef að þú kaupir hana úti.