Í fyrsta lagi, það að auglýsa eitthvað í undirskrift sinni er alls ekki óheimilt og finnst mér það bara óþarfa nöldur að vera eitthvað að missa sig yfir því.
Í öðru lagi, jú ég orðaði þetta vitlaust í fyrra svari mínu með gjöld sem borga þarf af tölvuíhlutum, það er skattur en ofan á hann bætist við flutningsgjöld sem eru þó nokkuð há.
Í þriðja lagi, þá er ég alls ekki að gera lítið úr samkeppnisaðilum með því að benda fólki á að það sé ákveðinn afgreiðslutími á þessu skjákorti hjá tölvutækni. Ég veit hins vegar að þetta kort er til á lager hjá okkur og því þíðir lítið að vera að benda fólki á 2000 króna lægri verð á skjákortum ef það er ekki einu sinni á lager hjá fyrritækinu. Svo sé ég nú ekkert að því að tölvufyrirtæki séu í samkeppni og komi með einhver skot á hvort annað.
Ég hef lítið gaman að því að nöldra við fólk inná Huga um mál sem eru eins óspennandi og þetta vona að þú haldir fleirri skoðunum þínum á þessu máli fyrir þig.