Er að hugsa um að selja lappan minn sem er af gerðinni Acer Aspire 5672, keyptur í september í fyrra hjá Svar tækni. Ástæðan fyrir sölunni er einfaldlega vegna þess að ég hef ekkert við lappa að gera þessa dagana og hef einfaldlega notað hann sem borðtölvu í þó nokkurn tíma núna (tók batteríið úr á meðan að sjálfsögðu) og finnst bara eiginlega kominn tími á uppfærslu.
Specs:
* Intel Core Duo T2300 (1.66 GHz, 667 MHz FSB, 2MB L2 cache)
* 15.4" WXGA CrystalBrite LCD with 16ms refresh rate.
* ATI Mobility Radeon X1400 128MB
* 100GB 5400 RPM SATA hard drive
* Slot-Load DVD super multi drive
* 1GB DDR2 dual channel memory
* 802.11 a/b/g wireless with singalup high efficiency antenna
* Bluetooth 2.0+EDR
* ExpressCard slot
Veikleikar tölvunar eru (eins og með flest allar acer tölvur): Batteríendingin en hún er í kringum 2-2 og hálfur tími max núna. Hitt, er að hún á það til að hitna yfir aðeins yfir æskileg mörk ef reynt er mikið á hana. Þetta eru vandamál sem flest allar acer tölvur eiga við (þó þeir virðast nú hafa bætt kælinguna töluvert í nýjustu módelunum) en skipta litlu máli svo lengi sem vel sé farið með tölvuna.
Eins og ég sagði þá var tölvan keypt í fyrra hjá Svar tækni, það eru en þá um tvö ár eftir af ábyrgðini og ábyrgðarskírteini fylgir að sjálfsögðu með. Ég hef ekki lent í neinum vandræðum með hana og hún hefur aldrei farið í viðgerð.
Tölvan kemur ný formötuð með Windows XP Home. Hún var keypt á sínum tíma á 150 þúsund krónur ég var að hugsa um 60 þúsund kall fyrir hana og læt tösku og litla fartölvumús fylgja með.
Hægt er að lesa review um tölvuna hér:
http://www.notebookreview.com/default.asp?newsID=2780
———-
Áhugasamir endilega hafið samband við mig hér á huga eða á matti21@gmail.com