Ég er með nokkrar hugmyndir um sumt en þarf smá hjálp við að ákveða. Ég ætla að nota þetta nær eingöngu í leikjaspilun svo það er aðal málið, sérstaklega þá nýjustu leikina til dæmis Crysis og Cod 4 og leikina sem koma von bráðar.
Örgjörvi: Duo q6600 retail, langar að hafa 4 kjarna CPU. -
Móðurborð: Kanski GA-P35, það verður samt að vera gott til þess að geta uppfært tölvuna VEL seinna meir.
Skjákort: Eitthvað úr 8800 línunni, er ekki allveg viss hvað er best og hagkvæmast, en var að spá í 8800gts 640, en hef heyrt að það sé eitthvað sem heitir 8800gt og er betra?
Vinnsluminni: Hef hreinlega ekki hugmynd hvað ég ætti að velja hér, því ég þekki EKKERT í vinnsluminnum.
Svo redda ég bara kassa, hörðum disk og geisladrifum og öllum aukahlutum sjálfur.
Ég er ekki neinn sérfræðingur í þessum málum svo allar ábendingar og hugmyndir frá fólki sem þekkir þetta eru mjög vel þegnar. Ég áætla samt að verðið sé frá 100þús - 130þús með kassa og öllum aukalutum.
Bætt við 30. október 2007 - 21:08
Held ég velji 8800GTX sem skjákort, en hinsvegar hefði ég ekkert á móti því að fá hjálp líka við að velja ódýrann og rúmgóðann tölvukassa og líka aflgjafa og allt þetta :)
'you look like a gay terrorist with a broken windscreen wiper and your face is ridiculous.'