ok…
í BIOSnum:
Farðu í einhverja valmynd þarna vinstra megin (ofarlega, efst held ég) og þá ætti að koma listi yfir hörðu diskana í tölvunni hjá þér og líka floppy drifin, stilla klukkuna osfrv.
Stilltu á auto (notar page up & down) á öll “tengin” (Primary master & slave, secondary mster & slave). Þá ætti þetta að hverfa.
Ef þú hefur stillt á auto, þarf hún alltaf að leita að diskum í hvert skipti sem hún bootar. Ef það fer í taugarnar á þér getur þú eftir þetta farið í “Auto detect IDE drives” eða hvað sem það heitir í aðalvalmyndinni og seivað það síðan.
Bara passaðu þig að hafa ekki stillt (í harða disks listanum) á einhvern disk sem er ekki til staðar, skemmir ekkert en þetta er óþarfleg notkun á F1 takkanum ;)
Ástæðan fyrir þessu er sú að þú ert með stillt að það sé harður diskur á einhverju tengi, en hann er ekki þarna í raunveruleikanum.
Semsagt, tölvan finnur ekki harðann disk sem þú stilltir að væri einhversstaðar.
Varðandi restartið, ertu með Win2k? og kannski með stillt á “Automatically reboot” í “System properties\Advanced\Startup & Recovery”. Annars er þetta bara the “windows syndrome” (aka. frjós, illegal operation)…
Eins og hann fyrir ofan sagði varðandi minnið: Ef þú ert með fleiri en einn minniskubb þá byrjar stýrikerfið að fylla kubb nr1 (eða 0). Síðan númer 2 (eða 1) osfrv. Ef kubbur nr1 er bilaður, myndi tölvan líklega ekki boota. Ef kubbur nr2 er bilaður, restartast hún í hvert skipti sem hún byrjar að nota hann. Gerist oftast þegar maður fer að spila tölvuleiki… Þetta gerðist hjá mér líka þegar ég mixaði EDO og normal minni í gamalli pentium ;) Þetta gæti verið málið, en til að ganga úr skugga um það, hafðu þá bara einn kubb í og bootaðu og prófaðu svo næsta. Annars finnst mér hitt líklegra.
Vona að þetta leysi málið.