Nei, núna ertu að rugla kallinn minn. Það er ekki SLI support á P35 kubbasettunum, sama gildir um nýja Intel kubbasettið X38. Ástæðan er sú að nVidia vilja aðeins hafa SLI support á nVidia kubbasettunum sem þeir senda frá sér og geta þannig einokað markaðinn. Hins vegar er Crossfire stuðningur á bæði P35 (á þeim borðum sem koma með tvær 16x PCI-E raufar) og X38 borðunum.
En að öðru leiti er þetta ágætis borð, en ég persónulega myndi frekar spara mér peninginn og taka
Gigabyte P35-DS3R. Eini munurinn sem vert er að tala um er silent pipe kælingin, firewire og tvær skjákortsraufar. P35 kubbasettið er að hitna það lítið að ég hef engar áhyggjur af því að silent pipe sé að bjarga neinu þar, jafn vel í öfga yfirklukkun sem ég efast þó um að hann sé að fara út i. Firewire er skemmtilegur kostur en Crossfire nýtist ekki eins og er þar sem nVidia kortin eru svo miklu öflugri en ATI as we speak.
Ef hann vill spara sér enn meiri pening gæti hann stokkið á
P35-DS3L sem er frábrugðið P35-DS3R að hafa aðeins 4 SATA port og enga RAID möguleika, en það eru fáir sem nýta hann.´
Sem sagt DS4 er miklu meira borð EF þú sérð fram á að nýta alla möguleikana sem það hefur upp á að bjóða, en annars er um að gera að spara sér 5000-7000kall og stökkva á DS3.