Það er örugglega misjafnt eftir tækjum hvernig það er gengið frá hörðum diskum. Í flestum tilfellum ætti að vera hægt að skipta um harða diskinn, en líklega missirðu um leið ábyrgðina á tækinu. Hins vegar þá gæti verið að þurfi að formata diskinn, með skráarkerfi sem spilarinn skilur (eins og þarf að gera með suma sjónvarpsflakkara). Svo það borgar sig að fara varlega í svona tilraunir. Kveðja habe.
Takk fyrir þessi innlegg Habe, Karason og Grimsi92!
Ég býst nú við að það séu bara venjulegir ATA (eða jafnvel SATA ) diskar í þessum græjum þannig að væntanlega ætti verklegi hluti þeirrar framkvæmdar að skipta um disk ekki að vera mikið mál.
Svo er hins vegar spurning hvort að tækið myndi skynja ef diskur af annarri stærð er tengdur í stað þess upprunalega. Það gæti t.d. vel verið að tækið sé stillt í verksmiðjunni m.v. ákveðna diskagerð og að ekki sé hægt að breyta þvi á neinn hátt.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..