Heyrðu ég er hérna með Toshipa vél, hún er Version 2002, service pack 2, Mobile Intel(R) 2,4 ghz og 496 mb ram.
Málið er það að hún er alltaf að drepa á sér upp úr þurru. Er svona að spá hvort þetta sé útaf því að hún er að ofhitna eða e-ð því hún er alltaf brennandi heit, samt er glæný vifta í henni. Hún drepur á sér bara með því að hafa kveikt á henni, og ef maður er að vinna eitthvað í henni þá finnst mér hún drepa oftar á sér.
Sko battaríið í henni hefur verið í sambandi frá því að hún var tekin í notkun, en þetta var vinnustaðatölva sem var “alltaf tengd” frá því að byrjað var að nota hana og battaríið því ónýtt. Og ég er með nýtt tæki til að hafa hana alltaf í sambandi.
Veit ekki mikið um tölvur en verð að vita þetta, þakka alla hjálp.
Kveðja Maggi!