Ég myndi ekki kaupa mér Acer vörur, hvort sem það er skjár eða fartölva. Hef töluverða reynslu af Acer fartölvum og þær hafa svakalega bilanatíðni, sem er ástæðan fyrir því að það er alltaf nokkura vikna biðtími á verkstæðinu hjá Start (dreifingaraðila Acer á Íslandi).
Líklega þessi skemmtilegi 19“ Gamers edition, 8ms ? Aha, vinur minn á 1stk þannig og pabbi reyndar líka, ekkert upp á þá að klaga. Hins vegar eins og ég segi hef ég það slappa reynslu af Acer fartölvum að ég treysti þeim ekki. Verð og gæði fara oftar en ekki saman, það er ástæða fyrir því að Acer eru mjög ódýrir, vélarnar þeirra og annar búnaður myndi ekki seljast væri hann á sama verði og hjá ”virtari" framleiðendum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..