Þetta er bara spurning um að fá sem mest fyrir peninginn. Jújú þú getur alltaf keypt eitthvað stærra og flottara en það verður líka alltaf til eitthvað en þá stærra og flottara en það, og verðið er fljótt að fara upp.
Ef ég tek td. bara eitthvað dæmi sem ég fann með hjálp google –>
http://www.hothardware.com/articles/Intel_Core_2_Duo_E6750_Performance_Preview/?page=2Þarna eru þeir með Core2 Duo E6750 sem hér á landi kostar u.þ.b 16 þúsund kall og með því að eyða aðeins nokkrum mínútum í að yfirklukka hann fara þeir með hann úr 2.6GHz í 3.92GHz á kælingunni sem fylgdi með honum. Þessi yfirklukkun kostar þá 0kr og þeir ná örgjörvanum næstum einu Ghz ofar en E6850 sem kostar 24 þúsund krónur hér á landi.
Ef þú kannt að yfirklukka af hverju þá
ekki að spara. Og jafnvel þó þú kunnir ekkert að yfirklukka af hverju þá ekki að borga einhverri tölvubúð 2-3 þúsund kall og fá mikið öflugari tölvu til baka.
Hvernig þú getur verið ósammála því að yfirklukkun auki endingartíma tölvunar skil ég ekki. Ef ég er með tvo örgjörva einn 2Ghz og annan yfirklukkaðan á 2.6Ghz hlítur þá ekki sá öflugari að endast lengur á meðan hinn verður úreltur fyrr.
Og mér finnst myndlíkingin mín eiga fullkomlega við, af hverju
ekki að spara.